- Advertisement -

„You can’t make this shit up“

Hvers eiga heiðvirðir framsóknarmenn að gjalda? Eða við hin?

Stefán Erlendsson skrifar:

Sigurður Ingi Jóhannsson gerði grein fyrir atkvæði sínu um vantraust á Sigríði Á. Andersen með þeim orðum að vantraustið væri „léttvæg“ uppákoma sem myndi hvorki leysa úr meintri réttaróvissu vegna Landsréttarmálsins né auka traust á stjórnmálum eða Alþingi. Þess vegna styddi hann ekki tillöguna.

Ráðherra brýtur lög og fær á sig dóm bæði fyrir undirrétti og hæstarétti:

Þú gætir haft áhuga á þessum

1) Þar sem afsögn breytir engu varðandi „meinta“ réttaróvissu vegna framgöngu ráðherrans er engin ástæða til að láta hana taka afleiðingum gerða sinna og sæta ábyrgð.

2) Þar sem fullvíst má telja að vantraust á ráðherrann og afsögn muni ekki auka traust á stjórnmálum er engin ástæða til að láta hana taka afleiðingum gerða sinna og sæta ábyrgð.

Hvers eiga heiðvirðir framsóknarmenn að gjalda? Eða við hin?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: