- Advertisement -

Yfirgangur ríkisstjórnarinnar stóðst ekki stjórnarskrána

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt hina umdeildu breytingu á búvörulögunum ólögmæta. Breyting stóðst ekki stjórnarskrá. Víða þætti það mikið áfelli yfir ríkisstjórn hvers lands. En ekki hér á landi.

Píratar spyrntu við fótum við afgreiðslu málsins á Alþingi. Það stöðvaði ekki meirihluta flokkana.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir hönd okkar Pírata lagði fram frávísunartillögu þegar búvörulögin voru samþykkt. Í ræðu sinni sagði hún meðal annars: ,,Hér er um það eðlismiklar breytingar að ræða að rétt væri að frumvarpið færi aftur í gegnum þrjár umræður. Því ætti með réttu að vísa þessu máli aftur til ríkisstjórnarinnar til þess að það geti farið í almennilegt samráð.“

Framsókn, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkurinn felldu tillögu Sunnu og samþykktu svo þetta brot á stjórnarskrá. Vinnubrögð skipta máli. Að bera virðingu fyrir lýðræðislegum ferlum, þingsköpum og stjórnarskrá skiptir máli. Píratar vinna faglega og ávallt að hagsmunum almennings. Við förum ekki á svig við grunnreglur lýðræðisins til að þjóna sérhagsmunum,“ skrifaði Halldóra Mogensen.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: