Styrmir Gunnarsson skrifar um stjórnmálin og komandi kosningar í Mogga dagsins Hann segir marga óvissþætti vera uppi.
„Til viðbótar kemur svo að vísbendingar eru um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Þegar reynt er að spyrjast fyrir um hvað valdi er skýringin sú að viðmót ráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að þeir ráði. Nú má vel vera að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins átti sig ekki á að viðmót þeirra megi skilja á þennan veg en auðvitað er þeim ljóst að í samstjórn tveggja eða þriggja flokka ræður enginn einn ferðinni. Þannig hefur það aldrei verið og þannig verður það aldrei,“ skrifar Styrmir og skrifar svo aðeins um Framsókn:
„Framsóknarflokkurinn hefur áratugum saman stundað að starfa ýmist til hægri eða vinstri. Þær vísbendingar sem voru nefndar hér áðan snúast um það að nú sé komið að því að þeir horfi til vinstri. Hins vegar eru engar vísbendingar um að þeir vilji kaupa það því verði að taka upp stuðning við aðild að ESB.“
Eflaust er þetta rétt hjá Styrmi, það er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gengið of langt í samstarfinu við Vg og Framsókn.