- Advertisement -

Yfirfrakkar settir á Landspítalann

„Meirihluti fjárlaganefndar hvetur til þess að kannaðir verði kostir þess að stjórn verði sett yfir Landspítalann.“ Þetta segir í frétt á ruv.is.

Heimildir fréttastofunnar herma að fjárlaganefnd Alþingis leggi til að stjórnvöld skipi stjórn yfir Landspítalann. Í því felist aukið eftirlit með rekstri spítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggur meirihluti nefndarinnar til að framhaldsskólar þurfi ekki að sæta tveggja prósenta aðhaldskröfu og að Háskóli Íslands njóti sömu aukningar framlaga og er á yfirstandandi ári.

„Ég var satt best að segja forviða þegar ég áttaði mig á því fyrir nokkrum mánuðum að það væri eingöngu rekstrarstjórn (stjórn yfirmanna spítalans) sem hefði eftirlit með sjálfri sér,“ skrifar Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hver á að spyrja gagnrýnnra spurninga, setja markmið, mæla árangur o.s.frv.? Ráðuneytið? Með fullri virðingu fyrir því þá hefur það ekkert í yfirstjórn spítalans að gera. Grundvallaratriðið er svo þegar stjórnin verður skipuð að í henni sitji sérfræðingar í rekstri spítala. Það kallar á að stjórnarmenn verði að hluta til sóttir út fyrir landsteinana,“ skrifar Ármann á Facebokksíðu sína.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: