Fréttir

Yfir 50 þúsund sammála Kára

By Miðjan

January 27, 2016

Samfélag Yfir 50 þúsund manns hafa tekið undir með Kára Stefánssyni á síðunni endurreisn.is.

Þar segir Kári meðal annars: „Heilbrigðiskerfi er einn af hornsteinum nútímasamfélags og sýnir vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru sjúkir og meiddir. Gott heilbrigðiskerfi endurspeglar sjálfsagða samhygð en lélegt heilbrigðiskerfi  óásættanlegan kulda gagnvart þeim sem eru hjálpar þurfi. Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að  því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.“