Steingrímur J. Sigfússon upplýsti, á Alþingi rétt í þessu, að þinginu hafi borist gögn frá ríkisskattsjóra þar sem kemur fram að meira en 400 fjölskyldur sem hafa greitt auðlegðarskatt fá skuldaleiðréttingar gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir. Hann benti einnig á að 229 fjölskyldur, sem eiga meira en 120 milljónir í hreinni eign en skulda að meðaltali níu og hálfa milljón í húseignum sínum muni fá hluta skuldanna felldan niður.