Þingmenn Miðflokksins eru vissir um að fjórði orkupakkinn sé til kynningar í Borgartúni 35, það er hjá öllum hagsmunasamtökum atvinnurekenda. Eins segja þeir Samorku hafa fengið fjórða orkupakkann til kynningar.
Þeir telja víst að í fjórða orkupakkanum sé ætlast til að þau ríki sem betur verða sett, hvað varðar vistspor verði að koma öðrum ríkjum til aðstoðar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útilokar ekki að þriðji orkupakkinn sé gildra, gildra til að festa ríki til að starfa samkvæmt fjórða orkupakkanum.
Þeir vilja að umræðum um þriðja orkupakkanum verði frestað til haustsins og þingheimur fái kynningu á fjórða orkupakkanum.
Þú gætir haft áhuga á þessum
Flókið? Já.