- Advertisement -

XD: Vilja meiri einkavæðingu í heilbrigðismál og menntamál

„Til að rétta aft­ur úr kútn­um þarf al­vöru­um­ræðu um það hvert hlut­verk hins op­in­bera á að vera fram veg­inn og hvort um­svif þess í dag séu for­svar­an­leg meðan at­vinnu­lífið er í end­ur­lífg­un. Hvort ekki sé eðli­legra að hið op­in­bera sinni grunnþjón­ustu og greiði leið fyr­ir­tækja, í stað þess að leggja stein í götu þeirra,“ skrifar Halla Sigrún Mathiesen, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna í Moggann í dag.

„Það er ekki síst mik­il­vægt í ljósi þeirra fjár­fest­inga sem nauðsyn­leg­ar eru til að skapa sjálf­bæra framtíð og þeirra starfa sem verða til þegar ný­sköp­un er áhætt­unn­ar virði. Með upp­færðri for­gangs­röðun get­um við gert miklu bet­ur í heil­brigðis- og mennta­mál­um og það í auknu sam­starfi við einkaaðila, en jafn mik­il­væg­ir mála­flokk­ar eiga ekki bara að hvíla á herðum hins op­in­bera. Við þurf­um all­ar hend­ur á dekk fyr­ir verk­efnið fram und­an.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: