Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Diljá Mist Einarsdóttir, sem er Guðlaugi Þór til aðstoðar í ráðuneytinu, sækist eftir þriðja sæti í prófkjörinu.
„Ég tel mikilvægast að við horfum á stóru myndina – forræðishyggja og vaxandi afskipti ríkisins af venjulegu fólki er mikið áhyggjuefni. Í frjálsu samfélagi er hagsmunum okkar best borgið, þar nýtur hvert og eitt okkar sín best – fjölbreytileiki mannlífsins er okkar helsti styrkleiki. Við höfum staðið okkur best þegar við treystum á okkur sjálf. Nú eigum við að horfa óhrædd og björtum og augum til framtíðar,” segir Diljá Mist í tilkynningu.
Þar segir einnig: „Diljá hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er varaborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík og hefur hún átt sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Hún tók sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar árið 2009. Þá var Diljá annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007-2009 og varaformaður Heimdallar 2009-2010. Diljá sat enn fremur í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2016-17, svo dæmi séu tekin.“