- Advertisement -

xD stefnir á hreina hægristjórn

Gunnar Smári:

Þá er enn meira freistandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná að klára verkið frá 1995-2007; brjóta niður völd almennings og færa þau auðvaldinu.

Á meðan forysta VG og Framsóknar keppist við að lýsa yfir að núverandi ríkisstjórnarsamstarf sé frábært og ætti að halda áfram…

Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir séu að braggast við lok cóvid, einkum Framsókn, þá eru þeir enn sjaldnast með meirihluta í könnunum. Það er því enn líklegra en ekki, að ef þessir flokkar vilja halda áfram samstarfi þá munu þeir þurfa að taka annan flokk inn í ríkisstjórnina. Reynslan af VG í ríkisstjórn er að 2-5 þingmenn yfirgefa flokkinn á kjörtímabilinu. Það á enn við, framundan er kjörtímabil þar sem VG mætir endurnýjað til leiks, allir nema þrír þingmenn eru farnir, hættir eða felldir. Ríkisstjórn með VG innanborðs þarf 35 þingmanna meirihluta að lágmarki, svo órólegu þingmenn flokkanna fái ekki neitunarvald í of mörgum málum. Því marki hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki náð í könnunum.

Það er auðheyrt á Sjálfstæðisflokknum að hann veit vel að þessu. Á meðan forysta VG og Framsóknar keppist við að lýsa yfir að núverandi ríkisstjórnarsamstarf sé frábært og ætti að halda áfram, er forysta Sjálfstæðisflokksins ekki eins afgerandi. Ástæðan er annars vegar raunsæi, þessi ríkisstjórn er líklega ekki að fara að verja sig falli. Hins vegar löngun í hreina hægri stjórn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

GSE:

Frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins er þessi ríkisstjórn bandalag stjórntækustu flokkanna á þingi, flokka sem Sjálfstæðisflokksmenn eiga auðvelt með að stýra.

Frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins er þessi ríkisstjórn bandalag stjórntækustu flokkanna á þingi, flokka sem Sjálfstæðisflokksmenn eiga auðvelt með að stýra. Og þetta mat byggir á reynslunni af stjórnarsetu VG, að hún leiði til klofnings þingflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn telur aðra flokka einfaldlega enn verri.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynslu af því að bæði Samfylkingin og Viðreisn hafa farið úr ríkisstjórnum með xD. Þótt Viðreisn hafi ekki verið gerandi þegar Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu 2017 þá lýsti flokkurinn yfir stuðningi við þá ákvörðun. Grasrót Samfylkingarinnar sleit samstarfinu 2009. Sjálfstæðisflokkurinn lýtur á Samfylkinguna sem popúlískan flokk góða fólksins í 101 (svo maður skelli saman þremur hugtökum með óbragði í gini Valhallar) og er með nokkrar efasemdir um að Viðreisn sé mótaður flokkaður sem gæti staðist álag af stjórnarsamstarfi.

Aðrir kostir til að renna undir ríkisstjórnina eru enn verri út frá þessum mælikvarða: Miðflokkur, Píratar, Flokkur fólksins eða Sósíalistar.

Öfugt við VG og Framsókn þá freistar það ekki Sjálfstæðisflokksins að taka fjórða flokkinn inn í þessa ríkisstjórn. Þetta er ríkisstjórn stöðugleika (annað orð yfir stöðnun) og aðrir flokkar, sem fjórði flokkur í ríkisstjórn, styrkja það markmið ekki neitt, veikja það umtalsvert. Núverandi flokkar + einn til er því allt önnur ríkisstjórn og yrði byggð á allt öðrum forsendum. Það væri til dæmis fráleitt að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði 16 þingmenn, Framsókn 8, VG 7 og Viðreisn 6, svo dæmi sé tekið af nýjustu MMR-könnuninni.

Sjálfstæðisflokkurinn metur það svo að ef núverandi ríkisstjórn fær ekki 35 þingmenn þá eigi að leita að öðrum kostum en stöðugleika (lesist: stöðnun). Þá eigi flokkurinn að setja markið á hægri stjórn, losa sig við VG og taka inn með Framsókn hægri flokka, Viðreisn og Miðflokk, sem eru kannski síður stjórntækir en forysta VG en sem auðveldara væri að nota til að lækka skatta á hin ríku, setja vinnulöggjöf sem brýtur niður vald launafólks, styrkja einkarétt á landi og auðlindum, loka Samkeppniseftirlitinu, útvista og einkavæða opinbera þjónustu, selja alla bankana og ná í gegn öðrum baráttumálum hægrisins; að brjóta niður samfélagið og réttindi almennings gagnvart hinum ríku.

GSE:

Þess vegna er innan Sjálfstæðisflokksins vaxandi stuðningur við að kasta VG og nota sögulegt tækifæri til að mynda hreina hægristjórn.

Flokkarnir frá hægri hluta miðjunnar og út til hægri, BDMC, höfðu 35 þingmenn í nýjustu könnun MMR. Kosningabarátta sem snerist um hin góðu verk ríkisstjórnarinnar gæti styrkt núverandi ríkisstjórnarflokka, en það er ákaflega fátítt að slíkt kosningaplan skili árangri. Sjálfstæðisflokkurinn mun því frekar veðja á að kosningarnar snúist um atvinnu og væntingar fólks um góðan tíma fram undan og að slík barátta muni skila hægrinu meiru en vinstrinu. Þess vegna er innan Sjálfstæðisflokksins vaxandi stuðningur við að kasta VG og nota sögulegt tækifæri til að mynda hreina hægristjórn sem gæti komið í gegn varanlegri breytingum á samfélaginu.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Framsóknar og Miðflokks er framhald af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 1995-2007, ríkisstjórnar sem braut niður skattkerfið, félagslega húsnæðiskerfið, opinbert heilbrigðiskerfi, einkavæddi banka, eyðilagði sparisjóðina, dró úr eftirliti með hinum ríku, varði einkavæðingu sjávarauðlindarinnar með framsalinu o.s.frv; ríkisstjórn sem bjó til það alræði auðvaldsins sem við búum við í dag. Og þótt það sé freistandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Katrínu Jakobsdóttur til að verja stefnu sína, þá er enn meira freistandi fyrir flokkinn að ná að klára verkið frá 1995-2007; brjóta niður völd almennings og færa þau auðvaldinu. Það er best gert með þeim flokkum sem sáu um verkið þá + klofningsframboðum.

Og kannski verður það niðurstaða Hrunsins og eftirleik þess, að flokkarnir sem ráku stefnuna sem leiddi til hruns séu með álíka fylgi 2021 og þeir höfðu 1995 og 1999 þegar fylgi klofningsframboðanna eru talin með. Ekkert hefur breyst, nema hvað nýfrjálshyggjan, Hrunið og eftirköst þess braut niður þá flokka sem áttu rætur í sósíalískri verkalýðsbaráttu síðustu aldar. Hér heima, eins og erlendis, hefur almenningur refsað þeim flokkum mun meira fyrir eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar en hefðbundna hægrið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: