- Advertisement -

XD og Framsókn: „Óheiðarleikinn uppmálaður“ / „Hæfir skel kjafti“

Hér afhendir Bjarni Katrínu lyklana að stjórnarráðshúsinu árið 2017. Hann afhenti lyklana en hélt völdunum. Það blasir við.

„Það sem menn geta þótzt vera hissa. Það hefur blasað við frá byrjun að stjórnarskrárbrölt forsætisráðherra á Alþingi var það sem kaninn kallar „designed to fail“ — óheiðarleikinn uppmálaður. Það hefur einnig blasað við að gömlu helmingaskiptaflokkarnir ætluðu aldrei að hleypa hálendisþjóðgarðinum í gegn — óheiðarleikinn uppmálaður þar líka. Hæfir skel kjafti,“ skrifar Þorvaldur Gylfason um útreið Vinstri grænna í eigin ríkisstjórn.

Ólafur Þ. Harðarson skrifar: „Katrín er líkleg til að vera áfram forsætisráðherra eftir kosningar. En munu atburðir síðustu daga hafa einhver áhrif á stjórnarmyndun í haust og það stjórnarmynstur sem verður ofaná?“

Vont er um að spá. Við blasir að Katrín er veik fyrir. Niðurlægingin Vg er algjör og augljós. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa jafnvel gengið langt í andstöðu sinni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og hennar flokk. Helstu mál Katrínar og Vg brenna inni. „Samstarfsflokkarnir“ gera ekkert með vilja forsætisráðherra og hennar fólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vg hefur þrjá ráðherra. Helsta mál Katrínar sem forsætisráðherra var breyting á stjórnarskrá. Sem ekkert verður úr. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“

Ekkert varð úr.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varagormaður er umhverfisráðherra. Hann helst mál var hálendisþjóðgarður. Sem ekki verður. Þrátt fyrir að í stjórnarsáttmálanum segi:

„Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum.“

Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu.“

Öll vitum við að við erum órafjarri að vera með heilbrigðiskerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum. Víðs fjarri.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: