STJÓRNMÁL „Stefna ber að því að draga úr opinberum stuðningi við landbúnað og vinna að því að hann geti starfað á markaðsforsendum, meðal annars með því að stuðla að lækkun tilkostnaðar á öllum stigum framleiðslunnar.“
Þetta er bein tilvitnun í samþykkta ályktun frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokkksins. „…að draga úr opinberum stuðningi við landbúnað…“
Nú er sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við nýjum búvörusamningi. Sem sannanlega kostar ríkissjóð meira en fyrri samningur.