- Advertisement -

XD hafnar nýju stjórnarskránni

Birgir Ármansson í þingsal.
Hann tekur af öll tvímæli um vilja síns flokks til nýju stjórnarskrárinnar.

„En það er hins vegar alveg skýr afstaða af minni hálfu og míns flokks að við teljum ekki þörf á þeim víðtæku breytingum sem tillögur stjórnlagaráðs og þar af leiðandi þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Sú afstaða hefur alveg legið skýr fyrir,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í þingræðu um stöðu endurskoðunar stjórnarskrárinnar.

„Ég og minn flokkur höfum lýst okkur reiðubúna til að fara í afmarkaðar breytingar, lýst okkur reiðubúna til að taka ákveðna kafla og ákveðin atriði núgildandi stjórnarskrár til endurskoðunar. Ýmislegt hefur verið nefnt í því sambandi en m.a. er það forsetakaflinn þar sem menn hafa margir hverjir verið samstiga um að það væri eðlilegra að færa orðalag ákvæðanna til samræmis við veruleikann, ekkert endilega að fara í miklar efnislegar breytingar heldur að færa orðalag ákvæðanna til samræmis við veruleikann,“ sagði Birgir.

Hann bætti við: „Eins höfum við fallist á að taka þátt í vinnu sem hefur miðað að því að koma ákveðnum nýmælum inn í stjórnarskrá. Sjálfur átti ég þátt í starfi á árabilinu 2013–2016 þar sem sérstaklega var verið að skoða þrjú ný ákvæði um auðlindir, um umhverfismál og náttúruvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. Mikil vinna fór í þessi nýju ákvæði á þeim tíma. Ég tek undir að það geti verið tilefni til þess að taka slíkar breytingar inn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: