Greinar

X21: Bjarni er farsæll fjármálaráðherra

By Ritstjórn

April 07, 2021

Rétt er að hafa áfram gaman af stjórnmálagreiningu Guðna Ágústssonar sem birtust í Mogga gærdagsins. Í gær birtum við skrif Guðna um Vg og Framsókn:

„Þá er það Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Þar trón­ir Bjarni Bene­dikts­son sem far­sæll fjár­málaráðherra í af­ger­andi stöðu í flokkn­um. Hon­um ógn­ar eng­inn. Bjarni er um­deild­ur og eru það ættar­fjötr­ar hinna dug­legu Eng­ey­inga sem menn finna hon­um helst til foráttu. Og hitt að í hann vant­ar meiri „Bjarna Ben,“ þá miða menn við skör­ung­inn. Bjarni beit­ir fram ung­um kon­um, þeim Þór­dísi Kol­brúnu og Áslaugu Örnu en þær gera það gott og eru vax­andi. Guðlaug­ur Þór sigl­ir beiti­vind, fyrsti ut­an­rík­is­ráðherra síðustu 40 ára sem sit­ur heima og er alls ekk­ert verri en fyr­ir­renn­ar­arn­ir sem eyddu 200 dög­um ár­lega er­lend­is.“

Guðni minnist ekki einu orði á fimmta ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, sem hefur að vísu tilkynnt eigin leiðarlok.