„Þótt Katrín verði að setja upp rauða grímu í kosningabaráttunni þá mun hún hugsa sig um tvisvar, hvort hún á að halda út í óvissuna með Pírötum, sósíalistum, Flokki fólksins, Viðreisn og Samfylkingunni,“ skrifar Guðni Ágústsson fyrrverandir ráðherra í Mogga dagsins. Hann virðir fyrir sér stöðu flokka og ríkisstjórnar þegar skammt er til kosninga. Byrjum á Vinstri grænum.
Guðni gerir ráð fyrir að Katrín Jakobsdóttir muni fara í sýndarleik. Þykjast vera vinstrisinnuð, setji upp rauða grímu í kosningabaráttunni, en felli hana að loknum kosningum og haldi áfram samstarfinu við Bjarna Benediktsson og Sigurð Inga Jóhannsson. Fari í blekkingarleik.
„Þær stallsystur Katrín og Svandís hafa fylgst að eins og gott tvíeyki. Katrín með mikinn styrk sem vinsæll forsætisráðherra, og komin í þá gömlu stöðu Framsóknarflokksins að ráða hvort stiginn verður vinstrisnú eða hægrisnú. Katrínu virðist líða vel, enda er þjóðfélagið allt að ríkisvæðast í kórónuplágunni, en hún er heppin og fátt að hennar störfum að finna. Hún hefur Guðmund umhverfis til að flagga rauðum fánum og gömlum hugarórum villtustu flokksfélaganna,“ skrifar Guðni um Vinstri græn.