Fréttir

Wintris og Falson í framboði

By Ritstjórn

September 23, 2021

„Süddeutsche Zeitung segir að í þeim gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti síðasta sumar hafi verið upplýsingar um 250 félög. Á meðal þeirra hafi verið Wintris Inc., Falson & Co og Dooley Securities S.A., félög sem tengjast þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bjarna Benediktssyni og Ólöfu Nordal,“ segir í Viðskiptablaðinu fyrir fimm árum.

„Í frétt blaðsins segir að af gögnunum sem lekið var frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca megi ráða að nokkrir af ríkustu mönnum Íslands, fjöldi fyrrverandi bankastjórnenda og að minnsta kosti einn háttsettur ráðgjafi stjórnvalda hafi tengst aflandsfélögum.

Fréttirnar af tengslum íslenskra ráðherra við aflandsfélög hafa verið á forsíðum margra af stærstu fjölmiðlum heims í kvöld. Süddeutsche Zeitung segir að útlit sé fyrir annað fárviðri á Íslandi og frétt um tengsl forsætisráðherra við Wintris er um þessar mundir sú önnur mest lesna á vef BBC.“