Fréttir

Willum hefur ekki roð í Bjarna

By Miðjan

October 19, 2022

„Þessi mála­flokk­ur er gríðarlega und­ir­fjármagnaður og við höf­um áhyggj­ur af því að ráðherra nái ekki sín­um mál­um fram að óbreyttu. Það eru ekki fjár­heim­ild­ir til að ráðast í neitt átak til að bæta stöðuna en það er akkúrat það sem þarf. Það blas­ir við hverju manns­barni sem vinn­ur í þessu heil­brigðis­kerfi að það er fjár­svelt. Við bind­um auðvitað von­ir við að ráðherra nái að knýja fram breyt­ing­ar, við vit­um að hann vill berj­ast fyr­ir þeim en höf­um áhyggj­ur af því að hann mæti ekki næg­um skiln­ingi,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, í Mogganum í dag.

Glíma þeirra Willums og Bjarna um þolanlegt heilbrigðiskerfi er í gangi, samkvæmt þessu.

Í Mogganum segir einnig:

Á aðal­fundi Lækna­fé­lags Íslands var samþykkt ákall til rík­is­stjórn­ar Íslands vegna ríkj­andi neyðarástands í heil­brigðis­kerf­inu. Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra ávarpaði gesti fund­ar­ins og svaraði fyr­ir­spurn­um lækna. „Ráðherra hef­ur sett sig vel inn í þenn­an mála­flokk og sýn­ir stöðu okk­ar skiln­ing,“ seg­ir Stein­unn. 

Þetta er aumara en aumt. Enn og aftur er heilbrigðiskerfið að glíma við alltof litlar fjárheimildir. Bjarni virðist standa þver fyrir betra kerfi.