- Advertisement -

Willum, Bjarni, læknar og launin

Meðan Willum heilbrigðisráðherra treystir á að laun lækna, og annarra, verði hvetjandi til að fólk fáist til að vinna í heilbrigðiskerfinu, er Bjarni Ben þvermóðskan ein. Svo harður er Bjarni að læknar sjá sig tilneydda að stefna ríkinu vegna brota á þó gildandi kjarasamningum.

Í faraldrinum miðjum var ákveðið að hætta að borga læknum samkvæmt kjarasamningi sem varð svo til þess að læknar fara í mál.

„Kær­an snýst um breyt­ingu á túlk­un á ákvæði sem hef­ur verið eins í fimmtán ár, þar sem lækn­ar hafi hingað til fengið greidda fjóra yf­ir­vinnu­tíma ef þeir eru kallaðir á vakt með minna en 24 tíma fyr­ir­vara,“ segir í Mogganum.

„Við skilj­um sér­stak­lega ekki að þessi fram­kvæmd var felld niður í Covid-far­aldr­in­um þar sem aldrei hef­ur verið meiri þörf á því að fólk sé til­búið að hlaupa til og aldrei verið meiri mönn­un­ar­vandi,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands. Hún bæt­ir við að ríkið hafi ekki gefið full­nægj­andi skýr­ingu á breyt­ing­unni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: