Fréttir

Wiesenthal-stofnunin á móti Passíusálmunum

By Ritstjórn

May 21, 2019

Einar Vilberg skrifar:

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Wiesenthal-stofnunin hefur horn í síðu RÚV. Fyrir sjö árum krafðist stofnunin þess að RÚV hætti að útvarpa Passíusálmunum þar sem í þeim væri gyðingahatur. Þá ráðlagði hún gyðingum að ferðast ekki til Íslands eftir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að vörur frá Ísrael yrðu sniðgengnar vegna hernámsins á landsvæði Palestínumanna.“