- Advertisement -

VR styður baráttu Eflingar

Það var aldrei „ALDREI !!“ hugmyndin að samningurinn færi svo óbreyttur yfir á allar stéttir samfélagsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifar:

Nú hljóma kunnugleg harmakvein um alla miðla vegna kjarabaráttu Eflingar.

Leiðarahöfundar og forystumenn brauðmoladreifaranna veifa Lífskjarasamningnum til skiptis sem hinn heilaga kjarasamning sem allir þurfi að fylgja.

Til þess höfðum við ekkert umboð, EKKERT!

Sturlun as usual?

Markmið Lífskjarasamningsins var tvíþættur. Að lækka kostnað við að lifa og skipta því svigrúmi sem þá var talið til staðar, á almennum markaði, þannig að áherslan væri sett á lág og millitekjuhópa og finna leiðir til að tryggja að hið meinta svigrúm færi þangað, og svo jafnt á alla þar fyrir ofan, í krónum talið.

Það var aldrei „ALDREI !!“ hugmyndin að samningurinn færi svo óbreyttur yfir á allar stéttir samfélagsins þó viðsemjendur okkar og stjórnmálamenn haldi öðru fram. Til þess höfðum við ekkert umboð, EKKERT!

Að halda því fram að stéttarfélög á almennum markaði hafi samningsumboð fyrir allan markaðinn eru algjörlega fráleidd rök í alla staði og er einmitt ástæða þess að mikil andstaða var við SALEK hugmyndafræðina þar sem fáir einstaklingar, í reykfyltum bakherbergjum, og hafa enga tilfinningu fyrir því hvernig er að lifa af lágmarkslaunum, vera á leigumarkaði, ná ekki endum saman, áttu að ákveða svigrúmið til kjarabóta fyrir allar stéttir samfélagsins og þannig taka samningsumboðið og samningsfrelsið af stéttarfélögunum.

Nú þegar hafa verið undirritaðir kjarasamningar við nokkur sveitarfélög og skemmst frá því að segja að út frá þeim 9 mínútum sem VR náði í vinnutímastyttingu náðu félögin í 13 mínútur. Eigum við að mótmæla því og krefjast þess að þeim verði fækkað eða eigum við að leggja það til grundvallar í næstu samningum VR? Eigum við ekki frekar að fagna þessum árangri og vera stolt af því að hafa rutt brautina og halda svo áfram að ryðja hana?

Hver veit nema árangur annara komi okkur til góða í næstu samningum.

Þess vegna styð ég kjarabaráttu Eflingar.

Að geta lifað með mannlegri reisn af launum sínum hlýtur að vera eitt grundvallar mannréttinda- og baráttumál verkalýðshreyfingarinnar.

Að bæta kjör þeirra stétta sem sannanlega bera minnst úr bítum eða hafa verið skilin eftir í íslensku samfélagi er ekki höfrungahlaup. Það er mikilvægt réttlætismál sem hefur mótandi áhrif á samfélagið okkar til framtíðar.

Erum við kannski búinn að gleyma því þegar Alþýðusambandið fór harkalega gegn kjarabaráttu kennara og fleiri stétta? Og hvernig átti að miðstýra öllum í gegnum SALEK? Er það virkilega leiðin sem við viljum fara?

Þess vegna styð ég kjarabaráttu Eflingar. Þess vegna styð ég kjarabaráttu opinberra starfsmanna. Þess vegna styð ég kjarabaráttu blaðamanna. Þess vegna styð ég kjarabaráttu allra stétta, að yfirstéttinni undanskildri.

https://www.vr.is/frettir/vr-stydur-barattu-eflingar/?fbclid=IwAR3d_Tkrv2pHWv5lopLigVUV8RCg9kPwCt8RLtbkk3PjkyX0DV1g58w4lFU


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: