- Advertisement -

Vorum víst hársbreidd frá helvíti

Veturinn er búinn að vera Íslendingum erfiður. Óveður og mannslát í baráttunni við náttúruöflin. Nú herjar skaðleg veira að þjóðinni. Við erum fremst þjóða hvað varðar fjölda smitaðra. Barist er hvern dag til að hefta óværuna. Barátta upp á hvern dag.

Þjóðin þarf að takast á við margt. Þegar háski steðjar að standa Íslendingar saman. Að mestu hið minnsta. Sumt sem við glímum við, og höfum glímt við, er sjálfskapað. Óvinveitt ríkisvald sýnir ásjónu flesta daga. Öldungadeid Íslands, sem segja má að Davíð Oddsson leiði. Hann, fyrirmennið sjálft, þiggur mánaðarlega áttatíu prósent af launum forsætisráðherra. Og mun gera ævina á enda. Um 1.600 þúsund á mánuði.

Hann skýrir í dag frá mesta háska þjóðarinnar. Hann felst víst i baráttu láglaunakvenna. Eins og til dæmis skúringakonunni sem hann rak þegar hann var borgarstjóri. Í dag sendir hann láglaunakonum óvandaða kveðju:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…verk­falls­átök­um sem átt hafa stór­an þátt í að ýta efna­hags­líf­inu fram á ystu brún.“

Það er bara ekkert annað. Þar liggur sem sagt mesta hættan. Ekki vegna veirunnar skaðlegu. Nei, hjá fátæku fólki. Fólki sem hefur verið með laun sem duga fjarri fyrir framfærslu. Sjálfur þiggur hann hið minnsta jafnvirði launa fimm láglaunakvenna. Fyrir það eitt að hafa, illu heilli, verið forsætisráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: