Gunnar Smári skrifar: Nefnd á vegum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir, sem gárungar sögðu að væri fyrsti sósíalistinn í forsætisráðuneytinu (líklega var Bjarni Ben eldri meiri sósíalisti en hún, að ekki sé talað um Ólafs Thors. Annar samþykkti átak í byggingu félagslegs húsnæðis, hinn atvinnuuppbyggingu innan bæjarútgerða, ríkis- og samvinnurekstrar. Katrín gerir ekkert slíkt, lætur sér ekki detta það í hug.): Í nefndinni sitja einn innmúraður og viðbrenndur flokksjálkur úr Valhöll, einn starfsmaður samtaka arðræningja (SA) og einn hægri krati af nýfrjálshyggjuskólanum. Viðfangsefnið er eitt mikilvægasta hagsmunamál almennings. Fulltrúi almennings: Enginn. Fulltrúi launafólks: Enginn.
Kjarninn í dag: „Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skipaði Björn Bjarnason formann starfshóps sem falið verður það hlutverk að vinna skýrslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Auk Björns sitja í hópnum þær Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og erindreki um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar. Þá fær hópurinn starfsmann sem hefur aðsetur í utanríkisráðuneytinu.“