„Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi eru á móti því að það verði lögð á veggjöld.“
Njörður Sigurðsson hefur lagt það sig að hlusta á kosningaþátt úr Suðurkjördæmi, þátt sem var á dagskrá skömmu fyrir síðustu þingkosningar.
Njörður skrifar:
„Aðeins um veggjöld. Það er áhugavert að hlusta á þennan þátt úr Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar. Umræður um veggjöld eru á fyrstu 14 mínútum þáttarins. Þá sögðu allir fulltrúar núverandi ríkisstjórnarflokka að þeir væru á móti veggjöldum en samt hafa þeir nú rúmu ári síðar allir samþykkt veggjöld. Hvað gerðist?
– Sigurður Ingi Jóhannsson (B):
„Við erum náttúrulega á móti veggjöldum.“
– Heiða Guðný Ásgeirsdóttir (V): „Nei við höfum ekki verið hlynnt veggjöldum í
Vinstri grænum.“
– Páll Magnússon (D): „Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að leggja á
veggjöld. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi eru á móti því
að það verði lögð á veggjöld.“
Auk þess sagðist Birgir Þórarinsson (M) þetta: „Miðflokkurinn er á móti veggjöldum.“ Fulltrúi Miðflokksins samþykkti veggjöld í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í dag.“