- Advertisement -

Vörn Samherja

Ef sú verður raunin sem flest bendir til, þá hlýtur Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að blanda sér í umræðuna.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Samherji er í nauðvörn enda liggur fyrirtækið undir rannsókn í fjölmörgum löndum vegna alvarlegra fjármálaglæpa sem felast m.a. í mútugreiðslum, skattaundanskotum og peningaþvætti.

Gögn sem birt voru í Kveiki RÚV og fjallað var m.a. um í Aljazeera bera berlega með sér að staða fyrirtækisins er afar þröng. Fyrirtækið setti sjálft af stað rannsókn í Noregi á vegum lögfræðistofunnar Wikborg Rein en það segir fleira en flest um þá rannsókn að skýrsla lögfræðistofunnar hefur ekki enn fengist birt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú hefur Samherji boðað birtingu röð myndbanda um málið á nýrri youtube stöð félagsins. Ef marka má stiklu af fyrstu þætti, þá virðist sem stjórnendur Samherja beini spjótum sínum sérstaklega persónulega að Helgi Seljan. Það verður fróðlegt að fylgjast með efnistökunum, en ef fyrirtækið er að leggja í ómálefnalega persónulega ófrægingaför þá segir það allt um þá nauðvörn sem fyrirtækið er í. Ef sú verður raunin sem flest bendir til, þá hlýtur Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að blanda sér í umræðuna og sömuleiðis ætti menntamálaráðherra að gera það, en það hlýtur að vera að vera borðleggjandi að Blaðamannafélag Íslands taki málið upp.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: