- Advertisement -

Vonda, vonda Evrópusambandið

En þeir þiggja peninga og margskonar aðstoð, án þess að mögla. Tvöfeldnin blasir alls staðar við.

Árni Gunnarsson skrifar:

Andstæðingar sambandsins á Íslandi hafa fullyrt, að ráðamenn í Brussel leggi á það megináherslu, að þvinga Íslendinga til hlýðni, þegar kemur að viðskiptasamningum, auðlindum  íslensku þjóðarinnar, eins og fiskinum í sjónum. Í þeirra augum er Evrópusambandið stórhættulegur risi, sem engu eiri. Flestir þessara andstæðinga sambandsins telja, að það muni fyrr en síðar ná yfirráðum yfir mikilvægustu auðlindum okkar og ná þeim tökum á þjóðríkinu, að ekki verði aftur snúið. Margir þeirra telja samstarf Evrópuþjóða lítils virði og í orðum þeirra og skrifum birtist mikil þröngsýni.

Þó sjá allir, að enginn samningur við erlendar þjóðir, hefur fært íslenskri þjóð meiri viðskiptahagsmuni en samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið.  Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra þurfti að tyggja þennan samning ofan í suma hatursmenn vondu karlanna í Brussel.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvað hefur svo gerst. Samtök Evrópuþjóða hafa fært Íslendingum lög og reglur, sem hafa stórbætt stöðu verkalýðshreyfingar, eftirlit með matvælaframleiðslu,  réttindi almennings gagnvart framkvæmdavaldinu og ýmsa löggjöf og vinnureglur, sem ella hefðu ekki séð dagsins ljós. – Evrópusambandið hefur mokað milljörðum króna í vísindastarf íslenskra fræðimanna og fyrirtækja. Nú síðast gerði Creko alvarlegar athugasemdir við hægagang íslenskra stjórnvalda í innleiðingu nýrra reglna og laga um varnir gegn spillingu og peningaþvætti. –

EN ÞAÐ ER MJÖG EFTIRTEKTARVERT, AÐ STJÓRNVÖLD LÁTA ÞAÐ YFIRLEITT ÓGERT AÐ FAGNA STUÐNINGI EVRÓPUSAMBANDSINS VIРMARGVÍSLEG FRAMTÍÐARVERKEFNI OG SEGJA LÍTIÐ FRÁ FRÁ ÞEIM OPINBERLEGA.  MIKILVÆGT FRUMKVÆÐI SAMBANDSINS VIР  VERKEFNI, SEM HAFA VERIÐ SVELT PENINGALEGA UM ÁRATUGASKEIÐ.   

Og hvað segja nú andstæðingar Evrópusambandsins hér á Íslandi, þegar sambandið tekur að sér að útvega Íslendingum  bólusetningarefni gegn Kovid 19.

Er það ekki fyrir neðan allar hellur að Íslendingar taki við slíku lífsbjargandi bóluefni frá „djöflunum“ í Brussel; rétt eins og öllum vísindastyrkjunum frá Brussel. Enga hef ég heyrt mótmæla þessum samskiptum, enda er andstaðan við Evrópusambandið bundið við fámennan hóp hagsmunaaðila, sem ekki vilja sjá á bak arðbærum „einkarétti“ á nýtingu íslenskra auðlinda. En þeir þiggja peninga og margskonar aðstoð, án þess að mögla. Tvöfeldnin blasir alls staðar við.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: