Leiðari
Þegar ríkisstjórn, sem aldrei hefur náð tökum á rekstri ríkisins, er víða leitað að peningum. Nýlega voru tíu milljarðar teknir af öryrkjum. Nú á að skera niður hjá löggunni. Þrátt fyrir algjört hallæri þar á bæ.
Ísland er vanfjármagnað. Það vantar peninga alls staðar. Nema hjá þeim allra ríkustu. Ríka fólkið kemst upp með að lifa á fjármagnstekjum og borga aðeins 22 prósent skatt. Ekkert að því fer til sveitarfélaga.
Það verður mikil gæfa þegar ríkisstjónin rennur út á tíma. Við höfum ekki efni á að hafa svona vonda ríkisstjórmn öllu lengur. Hefur rekið ríkissjóð með stórkostlegu tapi ár eftir ár. Ræður ekki neitt við neitt.
Fjölnir Sæmundsson, sem er í rannsóknarlögreglunni og er formaður Landssambands lögreglumanna, skrifar á Vísi. Þar segir til dæmis þetta:
„Þegar ég skoðaði lögreglukerfið fyrir síðustu helgi sá ég að skráð voru í fyrirsögn fimmtán útköll vegna heimilisofbeldismála. Slík mál er ekki hægt að afgreiða á fáum mínútum ef vel á að vera. Heldur þarf að ræða við alla aðila máls, jafnvel kalla til félagsþjónustu eða barnavernd, ákveða hvort fjarlægja þurfi aðila af heimilinu eða bjóða öðrum skjól. Það er eðlilega krafa þeirra sem kalla lögreglu sér til aðstoðar að hún hafi nægan tíma til þess að sinna þeirra máli en þurfi ekki strax að rjúka í næsta útkall. Hvert mál tekur tíma ef það á að upplýsast og lögregla á að veita eðlilega þjónustu.“
Þetta er bara eitt dæmi af mörgum sem vanhæf ríkisstjórn hefur kallað yfir okkur.
-sme