Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Stjórnmál

Vonbrigði með forystuleysi Katrínar

By Miðjan

November 16, 2022

„Forsætisráðherra segir að þetta mál snúist aðallega um hagkvæmni í rekstri ríkisins en það er ekki rétt, málið snýst um hvort ráðherra fór eftir lögum sem Alþingi setti um sölu á eignarhlutum ríkisins,“ segir Kristrún Frostadóttir í Fréttablaðinu í dag.

„Ég veit ekki hvort það kom mér á óvart að Katrín hefur varið Bjarna,“ svarar Kristrún aðspurð. „En viðbrögðin eru mikil vonbrigði og sýna ákveðið forystuleysi,“ segir Kristrún, enda þurfi þjóðin skýrari svör. Hún segir að krafa um samstöðu innan ríkisstjórnarinnar virðist blinda sýn.

„Prinsippin virðast fokin út um gluggann,“ segir Kristrún í Fréttablaði dagsins, enda sé málið miklu stærra en nemi pólitískum flokkadráttum eða bandalögum.