Völvan Völva Miðjunnar sér miklar breytingar í borgarstjórn. Borgarfulltrúar verði mun fleiri en nú er og það mun gefa, að mati völvunnar, nýjum framboðum möguleika til að komast að. Eitt er völvan sannfærð um; Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri.
Völvan er viss um að Sjálfstæðisflokkurinn verður stærstur flokka en það mun ekki duga til að fella Dag. Hann verður fyrstur, myndar óvæntan meirihluta fáum dögum eftir kosningar.
Völvan sér ekki hvað verður um VG, hvort flokkurinn verði áfram í meirihluta eða ekki. Óvissan er mikil, segir hún. Fylgi VG er í óvissu og hvernig flokknum mun ganga skýrist frekar af störfum ríkisstjórnarinnar en borgarstjórnar.
Völvan er sannfærð um spennandi kosningar í vor með óvæntum úrslitum.
Völvuspá 1. hluti: Biskupskjör 2018
Valvan Valva Miðjunnar gerir ráð fyrir að biskupskjör verði seinni hluta næsta árs. Valvan segir Agnesi Sigurðardóttur segja af sér, ekki síst vegna óánægja meðal presta kirkjunnar.
Annað mun hjálpa til, svo sem hversu fækkar í Þjóðkirkjunni.
Völvuspá 2. hluti: Átök í ríkisstjórn
Völvan Völva Miðjunnar gerir ráð fyrir að talsverð átök verði innan VG og Sjálfstæððisflokks og eins milli þessara flokka. Ekkert bendir til annars en að ríkisstjórnin standi storminnn af sér.
Völvan segir erfitt að sjá hvað það verður sem veldur tortryggni milli flokkanna, en segir það verða eitthvað sem er ekki komið í umræðuna. En komi með talsverðum hvelli.
Innan VG mun margt flokksfólk verða fyrir vonbrigðum með afstöðu þingflokks og ráðherra í nokkrum málum. Katrín Jakobsdóttir nær að róa öldurnar.
Bjarni Benediktsson verður hins vegar í meiri ágjöf. Einstaka þingmenn mun brýna raustina sem mun valda Bjarna vanda, þrátt fyrir að hann verði endurkjörinn formaður á næsta landsfundi.
Völvuspá 3. hluti: Davíð hættir á Mogganum
Völvan Völva Miðjunnar er ákveðin um að Davíð Oddsson láti af ritstjórn Morgunblaðsins snemma árs 2018. Davíð verður sjötugur 17. janúar næstkomandi.
Völvunni sýnist sem Haraldur Johannessen, sem er hvorutveggja meðritstjóri Davíðs og framkvæmdastjóri útgáfunnar, hætti sem ritstjóri og við taki Stefán Einar Stefánsson, sem er einn yfirmanna á ritstjórn Morgunblaðsins og með honum verði Illugi Gunnarsson ritstjóri.
Völvan viðurkenni óvissu með Illuga, en sér fyrrverandi þingmann og ráðherra Sjálfstæðisflokksins í stóli ritstjóra. Hún hallast helst að því að Illugi sé sá maður.