Volgir hraunmolar til sölu í Smáralind
„Við erum búin að gera þúsund mola klára. Aðrir fimm hundruð verða fluttir í bæinn ef vel gengur,“ sagði Friðbert Þórður Antonsson baráttumaður í Grindavík.
Friðbert, fjölskylda hans og vinir, hafa tekið saman gnótt af volgum hraunmolum, sem þau ætla að selja á bílastæðinu við Smáralind, frá klukkan tólf í dag.
„Þetta eru orginal hraunmolar úr „Grindavíkurhrauni“. Við verðleggjum þá ekki hátt. Þúsund kall á stykkið.“
Hraunmolarnir eru enn volgir. Hver sem getur haldið á þeim berhentur án þess að brenna sig.
Hvað á að gera við ágóðann?
„Þetta er furðuspurning. Það eru verkefni um allt hjá okkur. Við sem þekkjum vel til vitum hvar skóinn helst kreppir. Ef við seljum þessa þúsund mola sem eru komnir að Smáralindinni þá fæst ein milljón fyrir þá og ef við bætum 500 við þá er að ein og hálf milljón. Þetta er spennandi,“ sagði Friðbert Þórður.
Hann varð að hætta samtalinu enda í nógu að snúast. Ágætt er að geta þess að þau sem fyrst koma fá frítt heitt kakó. Það er á meðan enn verður eitthvað í pottunum þremur.