„Stjórnmálafræðingar segja gjarnan eða vinstri. að styrkur stjórnarsamstarfsins felist í vináttu formanna Sjálfstæðisflokks og VG. Á hinn bóginn ræða þeir sjaldnar um pólitíska stefnu þessarar vináttu,“ segir í upphafi greinar Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag.
„Myndin sem við blasir er þessi: Við búum við samstæða ríkisstjórn, sem byggir á vináttu en hefur ekki pólitískan áttavita.
Nú má ekki gera lítið úr því að traust skiptir máli við ríkisstjórnarborðið. En ríkisstjórn án pólitíkur breytir ekki miklu og er enn fremur ólíkleg til að leysa efnahagsvanda og færa Ísland fram á við, hvort sem horft er frá hægri eða vinstri.
Eftir kosningarnar 2017 var erfitt að mynda annars konar ríkisstjórn. Hins vegar var galopið eftir kosningarnar 2021 að mynda ríkisstjórn um pólitíska stefnu. En þá völdu formenn Sjálfstæðisflokks og VG vináttu fram yfir pólitík.“
Þorsteinn áfram:
„Nú hafa skoðanakannanir í langan tíma sýnt afgerandi breytingar á fylgi flokka. Samfylkingin hefur meir en tvöfaldað fylgi sitt með því að taka málefnalega sömu stöðu og VG fyrir kosningarnar 2017.
Í stjórnarandstöðunni að öðru leyti hefur Viðreisn haldið kjörfylgi en aðrir flokkar heldur gefið eftir.
Þrátt fyrir vináttu er giftu flokkanna við ríkisstjórnarborðið líka misskipt. Fylgi forystuflokks ríkisstjórnarinnar hrynur. Framsókn missir fylgisaukninguna frá síðustu kosningum. En Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu fylgi að mestu.
Margir skýra þetta misgengi með því að VG hafi gefið miklu meira eftir en Sjálfstæðisflokkurinn. Í raun sýnist þó hafa verið ágætt jafnvægi í gagnkvæmu neitunarvaldi jaðarflokkanna.
Tap Framsóknar gæti skýrst af því að hún hefur ekki skapað sér sjálfstæða stöðu í samstarfinu.“