Völdin færð út á hinn svokallaða markað
Gunnar Smári skrifar:
Hluti nýfrjálshyggjustefnunnar er að skerða völd hins pólitíska vettvangs þar sem almenningur getur haft áhrif. Almannaeignir, opinber rekstur og ákvarðanir eru fluttar frá lýðræðislegum stofnunum og út á hinn svokallaða markað eða þá að stofnunum ríkisins er breytt þannig að lýðræðislega kjörið fólk hefur ekkert um starfsemi þeirra að segja, þær eru færðar undir völd andlitslausra nefnda (þar sem sitja oftar en ekki vinir formanns Sjálfstæðisflokksins) sem bera enga ábyrgð gagnvart almenningi. Þannig minnka völd almennings en völd auðvaldsins og elítunnar vaxa, fyrirbrigða sem eru andstæðingar almennings.