- Advertisement -

„Vítisvélar græðginnar“ munu valda tjóni

“…og meina þeim að vera í viðskiptum við Seðlabankann.”

Ragnar Önundarson skrifar:

Viðbrögð stjórnvalda í hruninu komu fram í mjög hækkaðri eiginfjárkröfu til banka. Það kemur sér vel í næstu niðursveiflu, sem etv. er hafin.

Eigið fé þarf að ávaxta. Ofgnótt eigin fjár leiðir til aukinnar áhættutöku í viðleitni til að ná markaðsávöxtun á allt þetta eigið fé.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rétta leiðin til lengri tíma litið er að krefjast varfærni af bönkum. Aðskilja fjárfestingarbanka frá, selja þá og meina þeim að vera í viðskiptum við Seðlabankann (þ.e. að hafa hann sem lánveitanda til þrautavara). Reka innlánastarfsemina (viðskiptabankahlutann) af ítrustu varfærni, sem kallar á öruggar tryggingar fyrir öllum lánum.

Fjárfestingarbankar eiga að vera í venjulegum tengslum við viðskiptabanka, eins og önnur fyrirtæki. Það þýðir að þeir þurfa að mæta sömu kröfum um tryggingar og aðrir, geta ekki leikið ekki lausum hala með Seðlabankann (almenning) að bakhjarli.

Með þessu yrði áhættunni raðað rétt upp. Án þessa eru fjárfestingarbankar eins konar „vítisvélar græðginnar“, fyrr eða síðar munu þeir valda almenningi tjóni sem helstu eigendur og stjórnendur komast undan með sem sinn ávinning.

Aðalmálið er að átta sig á að að bankamennska er að réttu lagi“fag“, sem menn verða að öðlast starfsþroska í. Þeir sem stökkva inn í stjórnunarstörf í viðskiptabönkum með háskólapróf í fjármálum hafa ekki réttan bakgrunn. Vantar rétta kúltúrinn. Hann myndast ekki nema í innlánastarfsemi sem haldið er aðskildri frá hömlulausri gróðaviðleitni fjárfestingarbanka.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: