Fréttir

Vítalía reið út í Eirík Jónsson: „Ég þoli mikið en þetta er full mikið“

By Ritstjórn

May 17, 2022

Vítalía Lazareva, sem sakar þá Hreggvið Jónsson, Þórð Má Jóhannesson, Arnar Grant, Loga Bergmann Eiðsson og Ara Edwald fyrir að hafa brotið á sér kynferðislega,, er hneyksluð á fjölmiðlamanninum Eiríki Jónssyni. Ástæðan er sú að hann líkti henni við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.

Það gerði Eiríkur á fjömiðlasíðu sinni þar sem hann setti fram eftirfarandi vangaveltur frá lesenda síðunnar:

Hefurðu tekið eftir hvað Vítalía er lík Pútín? Ef þú hefur ekkert betra að gera, þá gæti verið gaman að sjá myndir af þeim hlið við hlið. Er Vítalía kannski frænka Pútíns? Eða dóttir?

Sjá einnig: Vítalía alls ekki búin að jafna sig: „Ég byrjaði að svitna og ofanda og fékk bara hálfgert kvíðakast“

Vítalía er alls ekki ánægð með skrif Eiríks og birtir hún færslu á Twitter þar sem hún gagnrýnir þau. „Á ég að hlægja núna? Ég þoli mikið en þetta er kannski full svona já mikið,“ segir Vítalía.