Fréttir

Vissi Dagur ekki neitt?

By Miðjan

December 20, 2018

Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ekki á eitt sáttur varðandi braggann fræga. Örn segir:

„Í dag er eitt ár frá því ég mætti sem varamaður á fund Innkauparáðs Reykjavíkurborgar. Þar var lagt fram yfirlit yfir innkaup frá Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Þá, fyrir einu ári síðan, hrópuðu á mig upplýsingar um tiltekna framkvæmd sem ég vissi lítil deili á; Nauthólsvegur 100. Það var eitthvað verulega mikið bogið við það sem þar var að gerast. Þegar ég spurðist fyrir um það mál, var mér sagt að það væri í skoðun hjá borgarlögmanni og hefði verið síðan 18. ágúst 2017. Og að mörgum viðvörunarbjöllum hefði verið hringt. Hvernig stendur á því að enginn heyrði þær eða hlustaði eftir þeim? Það er hlutverk sveitarstjórnarfólks og ábyrgð að hafa eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga, en þó mest framkvæmdastjórans. Nú kemur hann fram og segir að engum FLÖGGUM hafi verið flaggað!!

Hann hafi ekkert vitað af þessu máli. Samt er hann æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar og ber ábyrgð á að hún sé í samræmi við lög, reglur og fyrirmæli. Ég gæti lengi talað um lélega stjórnsýslu, óvandaða stjórnsýsluhætti og lausatök í stjórnun og rekstri. Ég nenni því ekki núna, lofa hins vegar að gera það strax á nýju ári. Læt fylgja með tímalínur sem ég vann úr rannsókn borgarlögmanns fylgja. Þar sést hvar, hvenær og hvernig viðvörunarbjöllurnar gullu í ráðhúsinu. Verst að það var enginn að hlusta, en gott að vita að ef þessu hefði verið FLAGGAÐ, þá hefði borgarstjóri brugðist við. Segir hann núna.“