Mynd: Veitingageirinn.

Fréttir

Vísa Bragganum til lögreglu

By Miðjan

March 04, 2020

Vigdís Hauksdóttir og Kolbtún Baldursdóttir.

Kolbrún Baldursdóttir og Vigdís Hauksdóttir hafa sent Braggamálið til lögreglu.

„Eins og þeir vita sem hafa fylgst með borgarmálunum þá var tillögu okkar Vigdísar um að vísa skýrslum vegna Nauthólsvegar 100 – braggans, til rannsóknar hjá viðeigandi aðilum vísað frá í borgarstjórn í gær. Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur sátu hjá við frávísunina. Það lá því beinast við að við tvær f.h. okkar flokka yrðum að gera þetta sjálfar og frá því var gengið í hádeginu í dag. Það verður að koma lúkning í þetta mál með einum eða öðrum hætti. Ef niðurstaðan verður sú að héraðssaksóknari vísi málinu frá eða komist að þeirri niðurstöðu að ekkert saknæmt hafi átt sér stað þá er það bara fínt enda er markmið okkar ekki að reyna að koma neinum illa. En sem kjörnir fulltrúar ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá endanlega úr þessu máli skorið. Það skref höfum við nú tvær tekið. Auðvitað var leitt að hinir minnihlutaflokkarnir skyldu ekki standa með okkur í þessu lokaskrefi. En ekkert er við því að gera,“ segir Kolbrún.