- Advertisement -

Virðing vill leyfa upptökur af starfsfólki

Sólveig Anna, formaður Eflingar, skrifaði:

„Við höldum áfram að skoða svokallaðan kjarasamning svika-stéttarfélagsins Virðingar og SVEIT, samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, og gögn honum tengd.

Þegar ráðningarsamningurinn sem forsvarsmenn Virðingar og SVEIT vilja plata saklaust fólk til að undirrita er skoðaður á vefsíðu Virðingar má sjá enn eina tilraunina til lögbrots, til viðbótar við allt annað sem að við höfum þegar rakið með ítarlegum hætti.

Í grein nr. 6 í ráðningarsamningnum kemur fram að „Myndbands og hljóðupptökur geta átt sér stað á vinnustað, upptökur eru heimilar á öllum stöðum fyrir utan salerni og búningsaðstöðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með þessu er kveðið á um heimild til rafrænnar vöktunar með vinnuskilum starfsmanna sem er almennt óheimil nema í undantekningartilvikum, að fullnægðum ströngum skilyrðum persónuverndarlaga nr. 90/2018 og reglna Persónuverndar um rafræna vöktun nr. 50/2023. Meginreglan er þannig sú að starfsmenn eiga ekki að þurfa að sæta því að vera ávallt undir vökulu auga vinnuveitanda í gegnum eftirlitsmyndavélar, eða verða fyrir því inngripi í friðhelgi einkalífs sem hljóðupptaka er.

Meginreglan er semsagt sú að EKKI skuli vakta starfsfólk rafrænt. En Virðing og SVEIT ætla að hafa það sem meginreglu að vakta starfsfólk því sem næst hvar og hvenær sem er.

Það er greinilega enginn botn til staðar hjá þessu fólki. Við hljótum öll að velta því fyrir okkur hvaðan þessi ríkulegi vilji til að hafa rangt við kemur? “


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: