- Advertisement -

Vinstri grænum stillt upp við gegg

„Mér hefur fundist VG fara halloka í þeirri umræðu undanfarin misseri og við ekki komist nægjanlega vel að í umræðunni með áherslur okkar.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG.

Stjórnmál „Það eru líka erfið mál sem takast þarf á við. Eitt þeirra er útlendingamál, málefni sem hefur litað alla stjórnmálaumræðu á undanförnum misserum. Mér hefur fundist VG fara halloka í þeirri umræðu undanfarin misseri og við ekki komist nægjanlega vel að í umræðunni með áherslur okkar, þar sem okkur hefur ítrekað verið stillt upp við vegg með að samþykkja eða hafna einstökum lagafrumvörpum frá dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þá óttast ég aukna skautun í þessum málum, þar sem upp eru að dragast öfga hægri skoðanir á móti skoðunum um opin landamæri. Þetta er ekki góð þróun og hjálpar ekki útlendingum og innflytjendum á Íslandi, fólkinu sem á stóran þátt í að halda uppi verðmætasköpun og hagvexti í landinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, á flokksræaðsfundi flokksins um liðna helgi.

Þarna er ekki allt sagt. VG samþykkti útlendingamál Sjálfstæðisfflokksins og varaformaður flokksins segir hér að ráðherrunum, þar á meðal forsætisráðherra hafi verið stilltupp við vegg. Var hótun um stjórnarslit? Best að senda spurningu um það til varaformannsins.

„Við Katrín höfum lagt ríka áherslu á að ríkisstjórnin nálgist útlendingamálin heildrænt, ekki bara út frá verndarkerfinu. Katrín kom því til leiðar að stofnuð var sérstök ráðherranefnd um útlendinga og innflytjendamál og komið var á fót samhæfingarstöð og starfi samhæfingarstjóra í forsætisráðuneytinu. Þetta hefur leitt af sér meiri samvinnu ráðuneyta, aukna gagnaöflun og faglegri nálgun á þennan viðkvæma málaflokk,“ sagði varaformaðurinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í mínum huga verður VG að búa sér til pláss í umræðunni…“

„Allt þetta leiddi líka af sér að nú á dögunum sammæltist ríkisstjórnin um rúmlega 20 aðgerðir þar sem við lítum heildrænt á málefni útlendinga og innflytjenda. Ég tel að þetta muni gera umræðunni í samfélaginu og í pólitíkinni gott.

Í þessu samhengi höfum við í VG lagt ríka áherslu á að vinna verði gegn stéttskiptingu og ójöfnuði í samfélaginu þar sem innflytjendur verða undir og hafa færri og lakari tækifæri í samfélaginu en innfæddir. Slík þróun er ekki bara óréttlát og gagnstæð félagshyggju, heldur beinlínis hættuleg samfélaginu og getur leitt til átaka milli ólíkra hópa í nútíð og framtíð,“ sagði Guðmundur Ingi.

„Þess vegna þarf að leggja mun meiri áhersla á aðlögun að samfélaginu, aðstoð við nemendur af innflytjendauppruna í skólum, íslensku- og samfélagskennsla fyrir fullorðina, svo eitthvað sé nefnt. Í þessu samhengi er vert að rifja upp að nærri því 1/5 landsmanna eru nú innflytjendur og 80% þeirra koma af EES svæðinu en 10% í gegnum verndarkerfið. Í stefnumótun í málefnum innflytjenda sem nú stendur yfir í ráðuneytinu hjá mér er lögð áhersla á þessa þætti en innflytjendur um allt land hafa komið að þeirri vinnu á opnum fundum.

Í mínum huga verður VG að búa sér til pláss í umræðunni um útlendinga- og innflytjendamál, taka frumkvæði og tala út frá okkar áherslum og okkar sýn. Ég vil meina að okkur hafi tekist að gera þetta á undanförnum tveimur vikum,“ sagði hann.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: