Sigurjón Þórðarson skrifaði:
Ósætti bræðranna Jóns og BrynjarsFyrir örfáum vikum hélt Jón Gunnarsson dauðahaldi í ráðherrastól í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og naut hann dyggrar aðstoðar fóstbróður síns Brynjars Níelssonar. Nú er öldin önnur og Vinstri grænir og Katrín algert frat enda stóllinn góði runnin þeim úr greipum.
Hvað sem því líður þá snýst ríkisstjórnin hvorki um hægri né vinstri heldur fyrst og fremst um persónulegan metnað fosætisráðherra og gramsið í fjármálaráðherra m.a. í Lindarhvoli og svo sameinast þau um að bregða fæti fyrir strandveiðisjómenn í þágu Samherja.
Þú gætir haft áhuga á þessum