- Advertisement -

Vinstri græn vilja stórauka strandveiðar

Aftur og aftur blasir við okkur sá kaldi veruleiki að stórútgerðin heldur áfram að raka til sín meginþorra veiðiheimilda í landinu og grafa undan tilvist smærri fjölskyldufyrirtækja og einyrkja sem halda uppi búsetu á stöðum sem stórútgerðin hefur skilið eftir í sárum.

Jón Bjarnason, lengst til hægri, á fundi um kvótakerfið.
Mynd: -sme

„Vinstri græn hafa lagt á það mikla áherslu að auka frekar hlutdeild smábáta og fyrir Alþingi liggur tillaga sem ég mælti fyrir í haust, og þingflokkur Vinstri grænna stendur að, um að festa strandveiðar betur í sessi, m.a. með því að stækka í áföngum félagslegan hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og sonur Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, strandveiðunum var einmitt komið á þegar Jón var sjávarútvegsráðherra fyrir Vinstri græn.

„Aftur og aftur blasir við okkur sá kaldi veruleiki að stórútgerðin heldur áfram að raka til sín meginþorra veiðiheimilda í landinu og grafa undan tilvist smærri fjölskyldufyrirtækja og einyrkja sem halda uppi búsetu á stöðum sem stórútgerðin hefur skilið eftir í sárum. Aftur og aftur erum við minnt á mikilvægi þess að virða rétt sjávarbyggðanna og tryggja betur byggðafestu aflaheimilda og koma í veg fyrir að smærri sjávarbyggðir séu rúnar lífsbjörginni við uppsveiflu fárra auðmanna og fyrirtækja á veiðirétti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég fagna skrefum í þá veru.

Ég hef áður sagt það í þessum ræðustól að það verði að grípa til aðgerða til að snúa ofan af samþjöppun veiðiheimilda. Ég hef lengi lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að svæðisskipta veiðum á grásleppu. Þær rannsóknir og sú þekking sem aflað hefur verið undanfarin ár hefur undirstrikað þýðingu þess að taka upp svæðisskipta veiðistjórn á hrognkelsum til að tryggja sjálfbæra nýtingu stofna en einnig tryggja hagsmuni viðkomandi byggðarlaga og fjölskyldna sem byggja lífsviðurværi sitt á grásleppuveiðum. Ég fagna skrefum í þá veru,“ sagði Bjarni Jónsson.

„Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins og hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Koma þarf í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: