- Advertisement -

Vinstri græn tekur fylgi af Miðflokki

Gunnar Smári skrifar:

Nokkurn bata VG í skoðanakönnunum má rekja til fylgistaps Miðflokksins. Fólk sem áður leit á Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem okkar einu brynvörn gegn illum öflum hefur í cóvid fært trú sína yfir á Katrínu Jakobsdóttur, sem það telur hafa nánast single-handedly varið okkur fyrir kórónaveirunni.

Sigmundur tapaði þessari keppni á stærð og sýnileik óvinarins. MenningarMarxisminn sem hann skrifar gegn í Moggagreinum er bara ekki eins áberandi og cóvid, fólk þarf ekki einu sinni grímur gegn ógn Sigmundar. Katrín lagði í gerð varnargarða til að verja okkur fyrir hraunrennslinu í Nátthaga, Sigmundur á ekkert jafn myndrænt og spennandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: