- Advertisement -

Vinstri græn; „sérstök tegund af lúserum“

Atli Þór Fanndal:

Listinn yfir afrek VG er nefnilega alveg endalaus og ógeðslegur.

Já eflaust en hið augljósa er að kjósendur vilja almennt fá eitthvað fyrir sitt atkvæði. Kjósendur VG fengu niðurlægingu og þingmenn sem börðust fyrir hagsmunum stækasta íhalds. Krafa kjósenda um að eitthvað sé gert með atkvæði þeirra á enn betur við þegar flokkurinn er í ríkisstjórn og miklu frekar þegar flokkurinn skaffar forsætisráðherra. Jú, samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn er eitt og auðvitað alveg galið fyrir flokk sem telur sig til vinstri og grænan en óánægja kjósenda VG er ekkert bara einhver hugmyndafræði. Óánægjan er vegna þess að kjörnir fulltrúar VG hafa engu skilað til kjósenda VG en barist af mikilli hörku fyrir málefnum Sjálfstæðisflokksins. Það þarf sérstaka tegund af lúser til þess að trúa því að sigur felist sjálfkrafa (og eingöngu) í því að fá að bera kórónu.

Nákvæmlega sama gerð af lúserum gefur ríkisbanka, eykur ójöfnuð, rústar stuðningskerfi frumkvöðla og hugvitsfólks, sviptir hælisleitendur grunnréttindum, niðurgreiðir teslur ríka fólksins, beinir fé á fasteignamarkað í kreppu og lokar yngstu kynslóðirnar enn einu sinni af húsnæðismarkaði, ýtir sveitarfélögum út í austerity, lætur hjá líða að samþykkja lög um kosningarétt 16 ára og eldri, ver rétt ráðherra sjálfstæðisflokksins til að grafa undan sóttvörnum og brjóta reglur, horfir upp á pólitíska árás á lögregluna, ver pólitíska árás á dómskerfið og svo framvegis og framvegis. Listinn yfir afrek VG er nefnilega alveg endalaus og ógeðslegur. Já, sérstök tegund af lúserum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Atli Þór birti greinina á Facebooksíðu sinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: