Stjórnmál

Vinstri græn og Framsókn runnu saman við Sjálfstæðisflokkinn

By Miðjan

March 16, 2023

Formennirnir tveir á ráðherrabekkjum Alþingis.

Helga Vala Helgadóttir skrifaði í gærkvöld:

Í kvöld runnu vinstri græn og framsókn endanlega saman við Sjálfstæðisflokkinn þegar þau samþykktu án mótbáru mannfjandsamlega stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum fólks á flótta. Til hamingju kjósendur vinstri grænna og framsóknar. Svona fer þegar fólk telur sér trú um að gott fólk geti ekki breyst í náinni sambúð með þeim sem áður þóttu á öndverðum meiði í pólitík. Þetta var svartur dagur á Alþingi.