- Advertisement -

Vinstri græn ófær í fámenna ríkisstjórn

Ríkisstjórninni er spáð veikum meirihluta. Vinstri græn eru varla hæf í þannig ríkisstjórn. Alltaf þegar flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn fækkar í þingflokknum. Þingmenn gefast upp og afmunstra sig. Vita vonlaust er að Vg eigi aðild að ríkisstjórn með veikan meirihluta.

Prófessor Ólafur Þ. Harðarson skrifar um nýjustu skoðanakönnun Moggans og útreikninga sem fylgja. Yfir til Ólafs:

„Moggi birtir í dag könnun MMR sem var tekin 8.-10. sept. Samkvæmt henni fá stjórnarflokkarnir 32 þingmenn – en það byggist á því að Framsókn fær tvo aukamenn (þó Moggi geti þess ekki). Flokkurinn fær 12 þingmenn, en ætti að fá 10 ef jöfn skipting væri eftir flokkum. Þá fengju ríkisstjórnarflokkarnir 31 mann.

Samanlagt fá stjórnarflokkarnir 47,8% atkvæða – hinir flokkarnir sex sem tölur eru birtar fyrir fá samtals 51,4%. Aðrir flokkar (Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð) virðast þannig fá 0,8% (þó það sé ekki tekið fram). Alls fá níu flokkar þingmenn skv. könnuninni. Flokkur fólksins fær slétt 5% – sem gefur honum þrjá þingmenn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í könnuninni fær Framsókn 15% og 12 þingmenn. Tólfti maður Framsóknar hefur 1,25% atkvæða á bak við sig og ellefti maðurinn 1,36%. Áttundi maður Viðreisnar fær 1,53% en er ekki inni. Sjöundi maður VG er með 1,50% og er heldur ekki inni. Framsókn fær semsé tvo aukamenn á kostnað Viðreisnar og VG.

Tíundi maður Framsóknar hefur 1,50% atkvæða á bak við sig. Fimmtándi maður Sjálfstæðisflokks er með 1,49% og áttundi maður Samfylkingar er með 1,45%. Litlu má því muna að Framsókn sé með þrjá aukamenn í þessari könnun!

Moggi birtir ekki fylgi flokka í einstökum kjördæmum úr þessari könnun – segir svörin ekki nógu mörg. Hann nefnir hins vegar einstakar fylgisbreytingar í kjördæmum í forsíðugrein – og virðist hafa notað kjördæmatölurnar til þess að reikna kjördæmissæti flokka, en án þess er ekki hægt að sjá hvort einhverjir flokkar fá aukamenn, eins og Framsókn hér.

Reyndar birtir Moggi líka samantekt á fylgi og þingmönnum flokka úr samanlögðum könnunum MMR síðustu þrjár vikur. Það gefur töluvert aðra niðurstöðu – eins og meðfylgjandi mynd sýnir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: