- Advertisement -

Vinstri græn klóra yfir skítinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn ratað í ógöngur. Nú var það Jón Gunnarsson sem rak hana þangað. Jón breytti reglugerð sem er til þess gerð að lögreglan vopnast rafbyssum. Vinstri græn hafa ekki viljað þetta. Ekki hingað til.

Ég las færsu Eiríks Rögnvaldssonar um þetta. Hann skrifaði: „Forsætisráðherra segir „ráðherra Vinstri grænna hafi sett fyrirvara við málið þegar það var rætt í ríkisstjórn“. Orðið „fyrirvari“ merkir ‘skilyrði, varnagli’. Þegar settur er fyrirvari um einhverja aðgerð merkir það að hún verði ekki samþykkt nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum. En samt er ljóst að þetta er búið og gert, og forsætisráðherra segir líka „að ráðherra hafi auðvitað fullar heimildir til að taka þessar ákvarðanir“.

Eiríkur segir næst: „Þú tryggir ekki eftir á. Fyrirvarar sem eru settir eftir að einhver ákvörðun er tekin af þeim sem er til þess bær að taka þá ákvörðun eru marklausir. Þetta veit forsætisráðherra auðvitað en er bara að reyna að klóra í bakkann – láta líta svo út sem VG hafi einhver áhrif í ríkisstjórninni. Ég veit eiginlega ekki hvort er aumlegra – að fara á bak við samráðherra sína eins og Jón Gunnarsson hefur gert, eða kokgleypa það og reyna síðan að klóra yfir skítinn eins og VG gerir.“

Þetta er fín greining. Katrínu getur ekki verið skemmt. Veit að hún stendur frammi fyrir gerðum hlut. Hún virðist, í það minnsta, hafa lítið áhrif innan eigin ríkisstjórnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: