- Advertisement -

Vinstri græn í þjón­ustu auðvalds­ins

„Ég hef þá skoðun að þetta sé bæði valdafíkn, sjálfs­dýrk­un og at­hygl­is­fýsn. Að halda að hún ein geti breytt grund­vall­ar­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem er varn­ar­múr auðvalds­ins sem engu vill breyta (stöðug­leiki orð Bjarna Ben.), og ein­stefnu Fram­sókn­ar er há­mark sjálfs­dýrk­un­ar.“

„Það velta því marg­ir fyr­ir sér hver sé til­gang­ur Katrín­ar for­sæt­is­ráðherra að mynda rík­is­stjórn með tveim­ur íhalds­söm­ustu flokk­um á Alþingi. Tel­ur hún sig vera þar til að verja kjör lág­launa­alþýðufólks eða er þetta valda­græðgi ein­stak­lings? Þessa spyrja sig marg­ir og hafa enga skýr­ingu fengið, hvorki frá henni né þeim sam­tök­um sem kusu hana til setu á Alþingi,“ skrifar eldri borgarinn Hafsteinn Sigurbjörnsson í Mogga dagsins.

„Ég hef þá skoðun að þetta sé bæði valdafíkn, sjálfs­dýrk­un og at­hygl­is­fýsn. Að halda að hún ein geti breytt grund­vall­ar­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem er varn­ar­múr auðvalds­ins sem engu vill breyta (stöðug­leiki orð Bjarna Ben.), og ein­stefnu Fram­sókn­ar er há­mark sjálfs­dýrk­un­ar.

Nú er stjórn­mála­flokk­ur­inn Vinstri-græn­ir – stofnaður af Stein­grími Sig­fús­syni og verið tal­inn vinst­ris­innaðasti stjórn­mála­flokk­ur­inn í land­inu, þ.e. helsti mál­svari lág­launa­fólks og ör­yrkja – kom­inn í þjón­ustu auðvalds­ins. Þetta hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki bara gert einu sinni, held­ur nú í annað sinn. Öryrkj­ar, ein­stæðar mæður og annað fólk sem býr við erfiðar aðstæður á eng­an hauk í horni þar sem Katrín er,“ skrifar Hafsteinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hafsteinn:

„En nú er svo komið að hún og póli­tík­us­arn­ir hækka laun sín en láta elli­líf­eyr­isþega og ör­yrkja lepja dauðann úr skel.“

Og hann er ekki hættur:

„Katrín reyndi í síðustu rík­is­stjórn að hefja umræður um breyt­ing­ar á nú­ver­andi stjórn­ar­skrá er varða for­seta lands­ins. En þaðan fór hún bón­leið til búðar og sem for­sæt­is­ráðherra hefði hún átt að fara beint til for­seta lands­ins og biðjast lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt. En þetta lét hún ganga yfir sig, sem er með ein­dæm­um. Hún virðist vera sem dúkku­lísa í hendi Bjarna og Sig­urðar. En það er ein leið til að bjarga þessu og hún er sú að fólk inn­an VG krefjist flokks­fund­ar sem krefst breyt­inga á þess­ari stöðu. Þessi kona á bágt og leitt til þess að vita, því hér er eng­in þriggja flokka rík­is­stjórn, aðeins tveggja flokka, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar.

Ég tel að Katrín hefði, sem sönn vinstrimann­eskja, getað myndað rík­is­stjórn með nöfnu sinni og öðrum flokk­um en íhald­inu og Fram­sókn og með því breytt því stjórn­ar­fari sem hér er og komið ýmsu til leiðar sem brýn nauðsyn er á, t.d. varðandi stjórn­ar­skrána, að stöðva auðsöfn­un fárra á kostnað fá­tæk­linga, krefja er­lent ferðafólk um greiðslu við kom­una til lands­ins eins og víða er gert, hefja bar­áttu við auðsöfn­un líf­eyr­is­sjóðanna og pókerspilamensku þeirra með líf­eyri gamla fólks­ins, styrkja til­vist lands­byggðar­inn­ar með flutn­ingi ým­issa rík­is­stofn­ana út til byggðanna og margt fleira.“

Og Hafsteinn endar greinina svona: „En nú er svo komið að hún og póli­tík­us­arn­ir hækka laun sín en láta elli­líf­eyr­isþega og ör­yrkja lepja dauðann úr skel.

Of­an­greint er álykt­un mín um gjörðir Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: