- Advertisement -

Vinstri græn eru á fallbraut

„Samkvæmt könnuninni styðja aðeins 4 prósent fólks undir 25 ára Vinstri græn.“

Drífa Lýðsdóttir formaður Ungra Vinstri grænna.

Vinstri græn:

„Við hjá UVG höfum aldrei verið hlynnt þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er eins og ríkisstjórnarsamstarfið skipti meira máli en annað.“

„Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra Vinstri grænna (UVG), segir að flokkurinn sé að greiða of hátt verð fyrir stjórnarsamstarfið og forsætisráðherrastólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær mælist flokkurinn aðeins með 5,9 prósent í nýrri könnun Prósents. Vinstri grænum sé kennt um öll umdeild mál. „Þetta er mjög erfið staða. Ef eitthvað slæmt gerist í samfélaginu bitnar það alltaf á VG,“ segir Drífa,“ segir í frétt Fréttablaðsins í dag.

„Samkvæmt könnuninni styðja aðeins 4 prósent fólks undir 25 ára Vinstri græn. Aðspurð um nýliðun í UVG segir Drífa að ný framkvæmdastjórn hafi verið kosin í haust en ekki hafi tekist að manna allar stöður. Fjögur séu í stjórninni, öll nýbyrjuð. Drífa segir að ríkisstjórnarsamstarfið sé að reynast flokknum dýrkeypt. „Við hjá UVG höfum aldrei verið hlynnt þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er eins og ríkisstjórnarsamstarfið skipti meira máli en annað,“ segir hún. Málið sé þó ekki svart og hvítt og Vinstri græn geti ekki komið sínum málum að nema í stjórn. Einnig hafi forystunni ekki tekist að koma sínum sjónarmiðum nægilega vel til almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lágtekjufólki mælist aðeins 2 prósent tekur hún undir það að umhverfismálin hafi fengið sviðið hjá flokknum á kostnað hefðbundinna vinstri málefna, svo sem kjaramála. „Við erum ekki sammála gjörðum flokksins í einu og öllu,“ segir Drífa.

Meðal annars hafi UVG barist gegn brottvísunum hælisleitenda. Hún segir UVG muni sýna forystunni aðhald.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: