- Advertisement -

Vinstri græn að klúðra hálendisþjóðgarði?

„Samkvæmt þessu virðist Vg hafa tekist að taka vinsælt mál og klúðra svo framkvæmd þess að nú eru fleiri andvígir því en fylgjandi. 2018 sögðust 86% þeirra sem tóku afstöðu vilja hálendisþjóðgarð en nú aðeins 43%, hreint magnaður viðsnúningur,“ skrifar Gunnar Smári.

Mörður Árnason skrifar: „VG og MUMMI að klúðra Þjóðgarðinum?

Ný skoðanakönnun sýnir meirihluta gegn hálendisþjóðgarði af þeim sem tóku afstöðu. Þetta eru verulega vond tíðindi, þótt það skuli haft í huga að fjórðungur gaf ekki upp skoðun.

Held ég megi fullyrða að í fyrri könnunum hefur alltaf verið meirihluti með þjóðgarðinum (sjá fréttina) — og þessar tölur benda þessvegna til að kynningin núna hafi mistekist, eða þá þingmálið sjálft verið illa undirbúið.

Samt var byrjað að undirbúa þetta fyrir löngu — og er skylt að minnast framtaks Landverndar og Náttúruverndarsamtakanna á sínum tíma með góðum bakhjörlum.

Þessi klaufaskapur VG hefur reyndar vakið sérstaka athygli mína vegna þess að ég var með öðrum í forystu fyrir bæði rammaáætlun og náttúruverndarlögum á þingtímabilinu 2009–2013. Það voru þung mál — og í náttúruverndinni þurfti að eiga við afar svipaða andstöðu og núna. Það tókst með því að ræða ýtarlega við alla sem hlut áttu að máli og finna málamiðlanir sem þeir gátu sæst á — og má segja að í lokin hafi allir þessir hópar nema einn látið af áköfustu andstöðunni þannig að málið komst gegnum þingið. VG var með í þessu — nefni hér nöfn Svandísar Svavarsdóttur, Álfheiðar Ingadóttur og Andrésar Inga Jónssonar — og þessvegna er þetta ennþá skrýtnara núna. Þess er vert að geta að í tengslum við þessi mál tvö var enginn kallaður ,,grenjandi minnihluti“ úr ræðustóli alþingis.

Mæli með að umhverfisráðherra kalli nú saman almannasamtök og áhugamenn um Þjóðgarðinn til að bjarga því sem bjargað verður.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: