- Advertisement -

Vinstra fólk þreytt á Mogganum og Davíð

Hjá mörgu vinstra sinnuðu fólki hefur kornið fyllt mælinn. Enn og aftur sameinast Mogginn og Davíð í að skreyta ráðandi meirihluta í Reykjavík með nafnbót sem hann hefur enga innistæðu fyrir.

Í Staksteinum dagsins í dag má lesa þetta: „Vinstri meiri­hlut­inn í Reykja­vík tel­ur þetta rétt­læt­an­legt hvað sem það kost­ar.“ Nú finnst mörgum nóg komið og því sama fólki finnst ekki þolandi öllu lengur að hinn borgaralegi meirihluti sem nú ræður sé kenndur við vinstrið. Davíð og Mogginn verða að fara sér hægar.

Er í raun og veru til manneskja sem telur Samfylkinguna í Reykjavík vera vinstri flokk. Ef svo er, hvar eru þá merki þess? Eða Vinstri græn, sem sjálfviljug gengu íhaldinu á hönd. Er þau vinstri flokkur? Nei, vinstra fólki er misboðið. Það kannast barasta ekki við króana tvo.

Fátt skilur að Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna í borginni. Helst að flokkarnir séu ekki sammála um hvar eigi að byggja næstu fokdýru íbúðir, hvaða kverktakar fá næst að láta greipar sópa. Svo er meiningamunur um hvort þessi gata eða hin eigi að vera einbreið eða tvíbreið. Annað er nánast eins, allavega svipað.

Meðal vinstra sinnaðra er fólk sem vinsamlegast biður um að meirihlutinn verði kenndur við eitthvað allt annað en vinstri. Það er sagt vera út í hött.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: