Samfélag Heimildir segja víða unnið að gjaldtöku á vinsælum og eftirsóttum ferðamannastöðum, þannig að gjöld verði innheimt af ferðafólki í talsverðum mæli strax á næsta ári.
Ákveðið hefur verið að byrja að innheimta bílastæðagjald á Þingvöllum í febrúar. Gjald fyrir hópferðabílfyrir 15 farþega eða fleiri verða 3.000 kr. Verð fyrir einkabíl verður 500 kr. og síðan verður 1.500 og 750 kr. gjald fyrir minni hópferðabíla. Gjaldið gildir í sólarhring.
Heimildir segja að svipað verði gert bæði við Skógarfoss og Seljalandsfoss. Eins er talið að ámóta verði gert við Jökulsárlón og jafnvel við Gullfoss.
Innan ferðaþjónustunnar er ekki vitað hvort þeir peningar sem innheimtast fari til uppbyggingar eða hvað.
„Það verður komin gjaldtaka á allt merkilegt fra Þingvöllum að Höfn í Hornafirði fyrir vorið. Þá hljóta gjaldtakendur að gera fyrsta flokks aðkomu og upplifun. Annars eru stærstu fyrirtækin flest að gera hlutina vel og hugsa um heildar upplifun en auðvitað eru aðrir síðri i þessum bransa einsog i sjávarútvegi, landbúnaði og öllum öðrum atvinnugreinum,“ sagði viðmælandi.