- Advertisement -

Vinsælar sýningar í Gerðubergi

Í Gerðubergi hafa sýningarnar Endurbókun og Hvað á barnið að heita? verið afar vinsælar. Þó sýningarnar séu ólíkar eiga þær endurnýttan efnivið sameiginlegan, annars vegar bókverk unnin úr gömlum bókum og hins vegar skírnar- og nafnakjólar úr gömlum textíl.

Á síðu Gerðubergs má sjá að fyrrnefnda sýningin, Endurbókun, er samsýning sjö listakvenna úr listakvennahópnum Arkir (sjá nánar hér) en sú síðar Hvað á barnið að heita? er einkasýning Berglingar Birgisdóttur klæðskera og textíl kennara (sjá nánar hér).

Skólabörnum er boðið í leiðsögn um báðar sýningarnar. Sýningarnar höfða til allra aldurshópa en tilboð um leiðsögn er beint til unglingastigsins að þessu sinni, nemendum í 8.-10. bekk. Reykvíkurborg býður fríar rútur til menningarheimsókna skólahópa og eru þær í boði fyrir þessar heimsóknir.

Sjá frétt á vef Gerðubergs.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: